Author Archives: Dvergadeild Hulduheimum

Nóvember hjá Ljónum og Skjaldbökum

Nóvembermánuður hjá Ljóna- og Skjaldbökuhóp (árgangi 2014) hefur verið afar skemmtilegur. Flest allir hópatímar fóru í vinnu að jólagjöf til foreldra. Sú vinna gekk vonum framar og eru börnin afskaplega spennt fyrir því að fá að færa ykkur pakkann. Í lok mánaðarins fékk árgangurinn það ábyrgðafulla verkefni að fara með peninga í bankann og borga reikninga fyrir hann Blaise okkar. Börnin voru öll mjög áreiðanleg í þeirri ferð og algjörlega til fyrirmyndar. Að greiðslu lokinni kíktum við á Jólaköttinn á Torginu og tókum snúning í kringum jólatréið. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr starfi mánaðarins hjá okkur.

Ellen og Jón Ágúst

1 2 3 16