Author Archives: Snjólaug Brjánsdóttir

Gleðilegt ár kæru börn og foreldrar!

Við erum mætt aftur og tökum spennt á móti árinu 2017. 

 
gledilegt-ar-2017Nú fer sólin hækkandi og birtir fyrr á daginn sem nemur 3 mínútum daglega.
Við höldum galvösk áfram með dygðavinnuna og annað sem hugur okkar stendur til frá degi til dags. Það styttist í Þorrann og Bóndadagurinn er 23. janúar. Við ætlum hins vegar að vera með Þorrablót í skólanum 08. febrúar og bjóðum þá börnunum upp á alls kyns smakk af súru og reyktu, hákarl ofl gómsætt. Veikindi hafa verið að hrjá bæði börn og starfsfólk en vonandi fara stórir og smáir að skila sér í skólann aftur.

Lokað kl. 12 á hádegi föstudaginn 19. júní

Bæjarstjórn samþykkti  að starfsfólk bæjarins sem er við störf þennan dag fái frí á hádegi þann 19. júní til að sækja hátíðarhöld þennan dag.

Þetta á við um allt starfsfólk sem á að vera í vinnu þennan eftirmiðdag og ekki er að sinna öryggisþjónustu eins og t.d. á öldrunarheimilum, slökkvistöð o.s.frv.

Leikskólar bæjarins verða því lokaðir frá 12 á hádegi.

Með kveðju,

Eiríkur Björn Björgvinsson

bæjarstjóri/mayor

1 2 3