Author Archives: María Aldís Sverrisdóttir

Notalegheit rétt fyrir jól

Það var notalegt í Seli síðasta daginn fyrir jól. Börnum á Álfadeild og Dvergadeild var boðið upp á leik á báðum deildum ásamt því að fara í nudd til Hugrúnar í fundarherberginu. Það fara því allir slakir í jólafríið sem við vonumst til að verði friðsælt og ánægjulegt fyrir börn, foreldra og starfsfólk leikskólans.

Gleðileg jól

 

Bókavika í tilefni af degi læsis, 8. september

Í vikunni 3. – 7. september var lögð mikil áhersla á bækur og bókalestur í tilefni af degi læsis sem er 8. september ár hvert. Í upphafi vikunnar fóru öll börn leikskólans heim með inneignarmiða sem hvetja til lesturs. Á þriðjudeginum voru búin til bókamerki og á miðvikudeginum gerðust börnin rithöfundar og bjuggu til bók og myndskreyttu. Á fimmtudeginum fóru öll börn heim með hálsmen sem á stóð „viltu lesa fyrir mig“ og á föstudeginum voru hegndar upp bækur í útiverunni.
Þetta var ljómandi skemmtileg og fræðandi vika.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir

Mynd frá Hulduheimar Sel.Mynd frá Hulduheimar Sel.