Author Archives: Kot Hulduheimar

Fuglavika

Nú er fuglaviku að ljúka í Koti. Við höfum verið að fara í göngutúra og skoða fuglana í hverfinu, skoða fuglabækur, lesa sögur og syngja lög um fugla og fleira skemmtilegt. Einnig notuðum við pening úr menningarsjóðnum okkar til að kaupa ís í blíðunni á þriðjudaginn. Myndir má sjá hér 🙂

IMG_2525 IMG_2567

Kveðjustund fyrir Leon og Tinnu

Í dag kvöddum við góða vini. Leon Páll og Tinna Líf hefja grunnskólagöngu sína í næstu viku og var því síðasti dagur þeirra í dag. Þau gáfu okkur ís í góða veðrinu og einnig flotta pakka! Takk kærlega fyrir samveruna öll þessi ár kæru vinir og gangi ykkur sem allra best 🙂 Myndir má sjá hér 

IMG_2469

Aðlögun

Hér í koti höfum við verið að taka á móti nýjum vinum en þann 3. ágúst byrjuðu hjá okkur þau Inda Hrönn, Kristín Kara og Sigurður Smári. 15. ágúst byrjuðu svo þeir Aðalgeir Ingi, Andri og Flóki. Við bjóðum þau öll og foreldra þeirra hjartanlega velkomin í Kotið 🙂 sjá myndir.

Blómavika

Nú er Blómaviku lokið í Koti. Við fórum í göngutúra, tíndum blóm, skreyttum skólann okkar og föndruðum fallegar myndir! Við hvetjum alla til að taka sér tíma og skoða myndirnar sem hanga á veggjum skólans 🙂 Myndir má skoða hér  

IMG_2226-001 IMG_2305

Sumarfrísgleði!

Í dag ákváðum við að fresta óvissuferðinni vegna mjög óspennandi veðurfars og höfðum alsherjar sumarfrísgleði hér í leikskólanum. Við vorum með listræna andlitsmálningu, búninga, dansiball og fengum svo popp og djús hjá Sigga. Skemmtilegur dagur til að koma okkur í gírinn fyrir fríið 🙂 Myndir má sjá hér

Hafið það gott í fríinu ykkar!

 

Kveðjum krakkana í skólahóp

Í dag og í gær kvöddum við flottu krakkana sem eru að hætta hjá okkur fyrir sumarfrí. Þau Aron Máni, Una Björk, Edda Vigdís, Guðbjörg Sóley, Helgi Sigurjón og Ólöf Berglind eru öll að fara í skóla í haust. Einnig kvöddum við Fanndísi Báru en hún er að flytja til Danmerkur í sumar. Við óskum ykkur öllum velfarnaðar í framtíðinni og takk fyrir allar góðu stundirnar í Koti 🙂

IMG_2183IMG_2146

Æfmæli í júlí!

Í dag og í gær héldum við upp á afmæli þeirra sem eiga afmæli í júlí. Kristinn Rúnar (4 ára 8. júlí), Logi Már (4. ára 5. júlí), Hilmar Marinó (4 ára 18. júlí), Heidi Karína (4 ára 24. júlí) og Sigtryggur Kristófer (5 ára 26. júlí)

Til hamingju með dagana ykkar elsku vinir 🙂

IMG_2145 IMG_2177 IMG_2178 IMG_2179 IMG_2180

1 2 3 17