Category Archives: Óflokkað

Söngvaflóð í Hofi á Degi leikskólans 6. febrúar

Söngvaflóðsskemmtun

Á degi leikskólans, 6. febrúar munu tveir elstu árgangarnir syngja í Hofi á sameiginlegri söngskemmtun leik- og tónlistarskóla Akureyrar. Foreldrum og bæjarbúum er boðið að koma og hefst söngstundin klukkan 10:00. Börnin frá Hulduheimum verða auðkennd með bláum hárböndum.

Eftir hádegisslökun gerum við okkur glaðan dag í skólanum, Þóranna og Anna María eru vísar með að baka eitthvað gómsætt handa okkur og við skemmtum okkur eins og aðra
daga á einn eða annan hátt.                                                   

Jólakveðja

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hlökkum til að eiga gott samstarf á árinu 2018, árinu sem við ætlum að læra að slaka á og njóta augnabliksins.
Við ætlum að feta fyrstu skrefin með börnunum í verkefninu okkar „Hugarró – núvitund og hugleiðsla í leikskóla“, njóta lífsins og kynnast fullt af nýjum og spennandi verkefnum.

Skólinn er lokaður 02. janúar vegna starfsdags en við sjáumst hress og kát þann 03. janúar 2018.

Steinavika

Sumarnámskráin hjá okkur í Seli einkennist af þemavikum af ýmsum toga. Dagana 19. – 23. júní var steinavika en þá var farið í fjöruferð og gersemar hennar skoðaðar.

Börnin máttu velja sér steina til að hafa með í leikskólann og í útiveru máluðu börnin steinanna í öllum regnbogans litum. Punkturinn yfir i-ið var steinaleit í garðinu en þá höfðu kennarar falið alla steinanna og var það í höndum barnanna að finna þá og flokka eftir litum. Vakti þetta mikla lukku meðal barna og kennara og reyndi leitin ansi mikið á þrautseigjuna því ekki voru allir steinarnir faldir á auðveldum stöðum.

 

                          

Gleðilegt ár kæru börn og foreldrar!

Við erum mætt aftur og tökum spennt á móti árinu 2017. 

 
gledilegt-ar-2017Nú fer sólin hækkandi og birtir fyrr á daginn sem nemur 3 mínútum daglega.
Við höldum galvösk áfram með dygðavinnuna og annað sem hugur okkar stendur til frá degi til dags. Það styttist í Þorrann og Bóndadagurinn er 23. janúar. Við ætlum hins vegar að vera með Þorrablót í skólanum 08. febrúar og bjóðum þá börnunum upp á alls kyns smakk af súru og reyktu, hákarl ofl gómsætt. Veikindi hafa verið að hrjá bæði börn og starfsfólk en vonandi fara stórir og smáir að skila sér í skólann aftur.

1 2 3 4