Category Archives: Óflokkað

Steinavika

Sumarnámskráin hjá okkur í Seli einkennist af þemavikum af ýmsum toga. Dagana 19. – 23. júní var steinavika en þá var farið í fjöruferð og gersemar hennar skoðaðar.

Börnin máttu velja sér steina til að hafa með í leikskólann og í útiveru máluðu börnin steinanna í öllum regnbogans litum. Punkturinn yfir i-ið var steinaleit í garðinu en þá höfðu kennarar falið alla steinanna og var það í höndum barnanna að finna þá og flokka eftir litum. Vakti þetta mikla lukku meðal barna og kennara og reyndi leitin ansi mikið á þrautseigjuna því ekki voru allir steinarnir faldir á auðveldum stöðum.

 

                          

Gleðilegt ár kæru börn og foreldrar!

Við erum mætt aftur og tökum spennt á móti árinu 2017. 

 
gledilegt-ar-2017Nú fer sólin hækkandi og birtir fyrr á daginn sem nemur 3 mínútum daglega.
Við höldum galvösk áfram með dygðavinnuna og annað sem hugur okkar stendur til frá degi til dags. Það styttist í Þorrann og Bóndadagurinn er 23. janúar. Við ætlum hins vegar að vera með Þorrablót í skólanum 08. febrúar og bjóðum þá börnunum upp á alls kyns smakk af súru og reyktu, hákarl ofl gómsætt. Veikindi hafa verið að hrjá bæði börn og starfsfólk en vonandi fara stórir og smáir að skila sér í skólann aftur.

1 2 3 4 5