Category Archives: Álfadeild

Kakóferð út í buskann

Í dag leyndist kakó- og smákökuferð út í buskann í dagatali á Álfa- og Dvergadeild. Ákveðið var að fara með hópa þvert á deildir, þannig að hægt væri að miða lengdina á gönguferðinni, við aldur barnanna í hópnum. Hér koma nokkrar myndir frá ferð Snillinga 🙂                                                                         

Nóvember hjá Ljónum og Skjaldbökum

Nóvembermánuður hjá Ljóna- og Skjaldbökuhóp (árgangi 2014) hefur verið afar skemmtilegur. Flest allir hópatímar fóru í vinnu að jólagjöf til foreldra. Sú vinna gekk vonum framar og eru börnin afskaplega spennt fyrir því að fá að færa ykkur pakkann. Í lok mánaðarins fékk árgangurinn það ábyrgðafulla verkefni að fara með peninga í bankann og borga reikninga fyrir hann Blaise okkar. Börnin voru öll mjög áreiðanleg í þeirri ferð og algjörlega til fyrirmyndar. Að greiðslu lokinni kíktum við á Jólaköttinn á Torginu og tókum snúning í kringum jólatréið. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr starfi mánaðarins hjá okkur.

Ellen og Jón Ágúst

Bókavika í tilefni af degi læsis, 8. september

Í vikunni 3. – 7. september var lögð mikil áhersla á bækur og bókalestur í tilefni af degi læsis sem er 8. september ár hvert. Í upphafi vikunnar fóru öll börn leikskólans heim með inneignarmiða sem hvetja til lesturs. Á þriðjudeginum voru búin til bókamerki og á miðvikudeginum gerðust börnin rithöfundar og bjuggu til bók og myndskreyttu. Á fimmtudeginum fóru öll börn heim með hálsmen sem á stóð „viltu lesa fyrir mig“ og á föstudeginum voru hegndar upp bækur í útiverunni.
Þetta var ljómandi skemmtileg og fræðandi vika.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir

Mynd frá Hulduheimar Sel.Mynd frá Hulduheimar Sel.

1 2 3 22