Category Archives: Álfadeild

Tilraun í Snillingastarfi

CIMG8745  CIMG8748 CIMG8750
Í þessari viku gerðum við mjög spennandi tilraun í Snillingastarfi. Á þriðjudaginn settum við egg í bleyti í edik í þeirri von að okkur tækist að búa til gúmmíegg!! Tveimur sólarhringum síðar var kominn tími til að sjá hvernig til tókst. Þetta var ótrúlega spennandi og sjá má hvað gerðist með því að kíkja á myndirnar hér 🙂

Snillingar heimsækja Hof

CIMG8719

Snillingarnir okkar

Í dag fóru Snillingarnir okkar í heimsókn í Hof. Þar var tekið stórkostlega á móti okkur og við fengum að kynnast húsinu hátt og lágt. Að lokum vorum við kölluð upp á svið í stóra salnum og þar beið hún Lísa í Undralandi eftir okkur. Kanínukarlinn slóst svo í hópinn og við áttum frábæra stund með þessum skemmtilegu félögum í þessu flotta húsi okkar. Við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur 🙂
Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

1 18 19 20 21 22