Category Archives: Álfadeild

Anna Lind og Kristján Huldar kveðja Hulduheima Sel

  IMG_3228   IMG_3226

Í dag héldum við kveðjustund fyrir Önnu Lind og Kristján Huldar, en þau munu bæði hefja skólagöngu á næsta skólastigi í haust:)
Við þökkum þeim og fjölskyldum þeirra samfylgdina á liðnum árum og óskum þeim góðs gengis á næsta stigi 🙂

Takk fyrir samfylgdina kæru vinir og gangi ykkur vel í framtíðinni kveðja frá öllum vinum ykkar á Álfadeild 🙂
Hér má sjá myndir frá kveðjustundinni.

22.júní – Bankaferð og andapollur

Í dag fór yngri hópur á Álfadeild í skemmtilega ferð. Við tókum strætó niður í bæ og fórum fyrst í Íslandsbanka. Þar borguðum við reikninginn fyrir Blaise, sem er styrktarbarnið okkar frá Burundi. Mjög vel var tekið á móti okkur þar eins og alltaf. Svo fórum við á Ráðhústorgið og fengum okkur ávaxtabita og sungum aðeins. Þvínæst tókum við lyftuna í Krónunni til að stytta okkur leiðina á andapollinn. Endurnar voru svangar og líka hettumáfarnir sem fengu helling af brauði. Á leiðinni niður í bæ komum við við á Brekkuskólalóðinni og héldum svo niður allar kirkjutröppurnar 106!!!!! Talið var hátt og snjallt og mynduðu ferðamenn okkur í gríð og erg!!!  🙂

Skemmtileg ferð 🙂     Hér koma nokkrar myndir af okkur.

IMG_3080

1 2 3 4 5 6 22