Category Archives: Kot

Júní 2019

Í morgun fóru meistarar í Bónus og versluðu ís handa okkur. Börnin eiga lítinn sjóð sem foreldrar hafa sett smá aur í og þá getum við notað hann til að gera okkur dagamun. Í hitanum í dag var frábært að fá ís til að kæla sig 🙂

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá því í morgun og annað sem við höfum brallað í júní.

Dagur leikskólans 6. febrúar

Í tilefni af degi leikskólans erum við í Koti að dreifa sérstöku fréttabréfi um skólann okkar hér í næstu hús í hverfinu. Hér fyrir neðan má lesa fréttabréfið og sjá nokkrar myndir af duglegu börnunum bera út 🙂

Fréttabréf dagur leikskólans

Kóngulóarhópur í kakóferð

Kóngulóarhópur fór í gönguferð í kvennfélagsreitinn með kakó og kex. Við áttum saman notalega stund í góðu veðri. Á leiðinni skoðuðum við jólaljósin og fleira sem vakti athygli barnanna eins og til dæmis rafmagnskassar, umferðamerki og fleira.

Jólaverkstæði og leikur í Koti 3. des

Nú er hafinn jólamánuðurinn og hér í Koti er jólaverkstæðið hafið 🙂

 

Dansað í útiveru 28. nóv

Á miðvikudaginn í síðustu viku tókum við með okkur hátalarann í útiveru og dönsuðum 🙂

1 2 3 18