Category Archives: Kot

Haustið í Holtakoti

Nú er vetrarstarfið komið í gang og gengur ljómandi. Það verða 37 börn í skólanum í vetur og hefur hópur yngstu barna ekki verið fjölmennari í manna minnum. Þau hafa aðlagast vel og leika við hvern sinn fingur. Eldri börnin eru farin að heimsækja vinnustaði foreldranna og gera ýmsar tilraunir. Í vetur ætlum við að vinna í námslotum þar sem hver námsþáttur er tekinn fyrir í 5 vikur og og unnið með hann á fjölbreyttan hátt. Þannig er auðvelt og skemmtilegt að taka fyrir ákveðin þemu og vinnan með þau verður markvissari. Þetta er líka tilraun til að létta vinnu kennara. Við sjáum hvernig til tekst en þetta lofar góðu. Það gerir líka verkefnið okkar Hugarró. Flest börnin, fullorðna fólkið reyndar líka, eru að ná góðri slökun í hádegisstundinni og jafnvel oftar yfir daginn. Ekki veitir af því það þarf að nota mikla orku í 8-8,5 klst. leikskóladag!

Fuglavika

Nú er fuglaviku að ljúka í Koti. Við höfum verið að fara í göngutúra og skoða fuglana í hverfinu, skoða fuglabækur, lesa sögur og syngja lög um fugla og fleira skemmtilegt. Einnig notuðum við pening úr menningarsjóðnum okkar til að kaupa ís í blíðunni á þriðjudaginn. Myndir má sjá hér 🙂

IMG_2525 IMG_2567

Kveðjustund fyrir Leon og Tinnu

Í dag kvöddum við góða vini. Leon Páll og Tinna Líf hefja grunnskólagöngu sína í næstu viku og var því síðasti dagur þeirra í dag. Þau gáfu okkur ís í góða veðrinu og einnig flotta pakka! Takk kærlega fyrir samveruna öll þessi ár kæru vinir og gangi ykkur sem allra best 🙂 Myndir má sjá hér 

IMG_2469

Aðlögun

Hér í koti höfum við verið að taka á móti nýjum vinum en þann 3. ágúst byrjuðu hjá okkur þau Inda Hrönn, Kristín Kara og Sigurður Smári. 15. ágúst byrjuðu svo þeir Aðalgeir Ingi, Andri og Flóki. Við bjóðum þau öll og foreldra þeirra hjartanlega velkomin í Kotið 🙂 sjá myndir.

Blómavika

Nú er Blómaviku lokið í Koti. Við fórum í göngutúra, tíndum blóm, skreyttum skólann okkar og föndruðum fallegar myndir! Við hvetjum alla til að taka sér tíma og skoða myndirnar sem hanga á veggjum skólans 🙂 Myndir má skoða hér  

IMG_2226-001 IMG_2305

Sumarfrísgleði!

Í dag ákváðum við að fresta óvissuferðinni vegna mjög óspennandi veðurfars og höfðum alsherjar sumarfrísgleði hér í leikskólanum. Við vorum með listræna andlitsmálningu, búninga, dansiball og fengum svo popp og djús hjá Sigga. Skemmtilegur dagur til að koma okkur í gírinn fyrir fríið 🙂 Myndir má sjá hér

Hafið það gott í fríinu ykkar!

 

Kveðjum krakkana í skólahóp

Í dag og í gær kvöddum við flottu krakkana sem eru að hætta hjá okkur fyrir sumarfrí. Þau Aron Máni, Una Björk, Edda Vigdís, Guðbjörg Sóley, Helgi Sigurjón og Ólöf Berglind eru öll að fara í skóla í haust. Einnig kvöddum við Fanndísi Báru en hún er að flytja til Danmerkur í sumar. Við óskum ykkur öllum velfarnaðar í framtíðinni og takk fyrir allar góðu stundirnar í Koti 🙂

IMG_2183IMG_2146

1 2 3 4 18