Category Archives: Kot

Æfmæli í júlí!

Í dag og í gær héldum við upp á afmæli þeirra sem eiga afmæli í júlí. Kristinn Rúnar (4 ára 8. júlí), Logi Már (4. ára 5. júlí), Hilmar Marinó (4 ára 18. júlí), Heidi Karína (4 ára 24. júlí) og Sigtryggur Kristófer (5 ára 26. júlí)

Til hamingju með dagana ykkar elsku vinir 🙂

IMG_2145 IMG_2177 IMG_2178 IMG_2179 IMG_2180

Umferðarvika í Koti

 

IMG_2079  IMG_2099

Í þessari viku höfum við haft umferðarviku hér í Koti. Börnin hafa farið í göngutúra um hverfið og æft umferðarreglurnar, spáð og spekulerað í umferðarmerkjum og notið góða veðursins.
Á morgun endum við vikuna á hjóladegi, munið eftir hjálminum!
Sjá myndir hér.

Náttfatadagur

Í síðustu viku fylltu börnin SMT-orminn okkar og fengu að velja sér umbun. Náttfatadagur varð fyrir valinu og fannst þeim sérstaklega skemmtilegt að fá að fara út á náttfötunum í góða veðrið og leika sér. Myndir má sjá hér.

IMG_1846 IMG_1857

Enn af fánaviku í Koti

Við erum enn iðin við að skoða og skapa hin ýmsu fána heimsins. Í gær nutum við veðurblíðurnnar og fórum í göngutúr um hverfi leikskólans og skreyttum með fánum og föndruðum fána í útiverunni eftir hádegi. Í morgun lukum við fánaviku formlega með fánabingói og skreyttum andlit okkar með fjölbreyttum fánum. Sjá myndir

P1000261 P1000264 P1000279

 

Fánavika í Koti

Undanfarna daga hafa börnin í Koti verið að skoða fána heimsins í tilefni fánaviku. Þau hafa verið dugleg að teikna þá og skreyta leikskólann með fánum í öllum regnbogans litum. Börnin hafa einnig farið í smáum hópum í gönguferðir um nágrenni leikskólans til að leita upp fána og skreyta gangstéttir með litríkum fánum. Auðvitað stoppuðu hóparnir á áhugaverðum stöðum líka eins og róló og við byggingarsvæði í nágrenni Kots. Sjá myndir hér

P1020175 P1020178 P1020243 P1020246

1 2 3 4 5 18