Monthly Archives: desember 2018

Notalegheit rétt fyrir jól

Það var notalegt í Seli síðasta daginn fyrir jól. Börnum á Álfadeild og Dvergadeild var boðið upp á leik á báðum deildum ásamt því að fara í nudd til Hugrúnar í fundarherberginu. Það fara því allir slakir í jólafríið sem við vonumst til að verði friðsælt og ánægjulegt fyrir börn, foreldra og starfsfólk leikskólans.

Gleðileg jól

 

Kakóferð út í buskann

Í dag leyndist kakó- og smákökuferð út í buskann í dagatali á Álfa- og Dvergadeild. Ákveðið var að fara með hópa þvert á deildir, þannig að hægt væri að miða lengdina á gönguferðinni, við aldur barnanna í hópnum. Hér koma nokkrar myndir frá ferð Snillinga 🙂                                                                         

Kóngulóarhópur í kakóferð

Kóngulóarhópur fór í gönguferð í kvennfélagsreitinn með kakó og kex. Við áttum saman notalega stund í góðu veðri. Á leiðinni skoðuðum við jólaljósin og fleira sem vakti athygli barnanna eins og til dæmis rafmagnskassar, umferðamerki og fleira.

1 2