Ævintýraferð Krummahóps

Í gær fórum við í skemmtilega ferð sem stóð yfir í fjóra klukkutíma! Við byrjuðum á því að taka strætó í miðbæinn og löbbuðuðum þaðan á Amtbókasafnið þar sem Fríða tók á móti okkur í bangsabúningi og sagði okkur spennandi bangsasögu. Eftir að hafa skoðað okkur um í barnahorninu og skoðað bækur og leikið okkur meðal annars með bein úr kindum lá leið okkar aftur í miðbæinn þar sem við tókum strætó í Naustahverfi en þar býr Jóna – við fórum heim til hennar og horfðum á Hvolpasveit þar til pizzurnar voru tilbúnar. Flestir höfðu samt meiri áhuga á að borða saltstangir en pizzu og drukku safa með. Eftir máltíðina var ferðinni heitið á leiksvæðið við Naustaskóla þar sem við skemmtum okkur konunglega þar til tími var til að taka strætó heim á leið. Takk fyrir frábæra ferð, Jóna og Sandra. Hér má sjá myndir úr ferðinni.

img_4468