Jólakveðja

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hlökkum til að eiga gott samstarf á árinu 2018, árinu sem við ætlum að læra að slaka á og njóta augnabliksins.
Við ætlum að feta fyrstu skrefin með börnunum í verkefninu okkar „Hugarró – núvitund og hugleiðsla í leikskóla“, njóta lífsins og kynnast fullt af nýjum og spennandi verkefnum.

Skólinn er lokaður 02. janúar vegna starfsdags en við sjáumst hress og kát þann 03. janúar 2018.