Söngvaflóð í Hofi á Degi leikskólans 6. febrúar

Söngvaflóðsskemmtun

Á degi leikskólans, 6. febrúar munu tveir elstu árgangarnir syngja í Hofi á sameiginlegri söngskemmtun leik- og tónlistarskóla Akureyrar. Foreldrum og bæjarbúum er boðið að koma og hefst söngstundin klukkan 10:00. Börnin frá Hulduheimum verða auðkennd með bláum hárböndum.

Eftir hádegisslökun gerum við okkur glaðan dag í skólanum, Þóranna og Anna María eru vísar með að baka eitthvað gómsætt handa okkur og við skemmtum okkur eins og aðra
daga á einn eða annan hátt.