Sumarlokun og aðlögun nýrra barna

Tíminn flýgur og áður en við vitum af er komið sumar og 20 stiga hiti!

Við förum í sumarfrí föstudaginn 22. júní og opnum aftur 23. júlí kl. 10.00.
Aðlögun nýrra barna hefst svo þriðjudaginn 24. júlí kl.9.00. Þá koma flest börnin inn en við innritum 11 börn í Kot og 15-16 í Sel. Fækkað verður í báðum skólum næsta skólaár frá því sem var í vetur. Gaman er að segja frá því að við fáum nokkur systkini til okkar í sumar í báða skóla eins og reyndar undanfarin ár. Alltaf gaman að fá systkini í hópinn 🙂