Við erum mætt í skólann!

Eins og sumarfríið er gott þá er líka gott að komast aftur í skipulagið. Það á bæði við um börn og fullorðna, ekki satt?

Vonandi hafið þið haft það gott í sumar kæru foreldrar og börn. Þessa vikuna erum við að aðlaga ný börn inn í skólana og það fer ljómandi vel af stað. Við byrjum rólega, notum hverja góðviðrisstund til útiveru og í ágúst eru báðir skólar með þemavikur þar sem börnin skoða og vinna með steina, blóm skordýr ofl. Um miðjan september hefjum við svo skipulagt starf.