Tilkynning frá Fræðslusviði vegna innritunar og flutnings barna á milli skóla

Umsóknir um leikskóla og umsóknir um flutning milli leikskóla.

Aðalinnritun í leikskóla á Akureyri hefst í byrjun marsmánaðar n.k. með því að foreldrar fá sent innritunarbréf í tölvupósti. Því er mjög mikilvægt að umsóknum um leikskólapláss verði skilað inn fyrir 15. febrúar n.k. Sótt er um á rafrænu formi á https://www.akureyri.is/is/thjonusta/menntun/leikskolar

Foreldrum er bent á mikilvægi þess að yfirfara netföng sín vandlega í umsókninni.

Þeir foreldrar sem hafa hug á að flytja barn á milli leikskóla er bent á að mikilvægt er að umsóknum um flutning verði skilað inn fyrir 15. febrúar n.k. Ef umsóknum er skilað eftir 15. febrúar er ekki hægt að tryggja flutning á árinu. Þar sem verið er að skipta um leikskólakerfi í leikskólum bæjarins er ekki hægt að sækja rafrænt um flutning milli leikskóla. Hægt er að sækja um flutning hjá leikskólastjóra barnsins og á fræðslusviði Akureyrarbæjar í símum 460-1453 eða 460-1455 eða með því að senda tölvupóst á sesselja@akureyri.is

Nánar um innritun

Foreldrar sækja um ákveðin leikskóla í aðalval og hefur sá leikskóli ákveðið vægi í innritunarferlinu. Í fyrstu umferð innritunar er  umsóknum raðað inn eftir kennitölum í þá skóla sem settir eru í aðalval. Þegar umsóknir úr aðalvali hafa verið afgreiddar og enn eru laus pláss í viðkomandi skóla, er umsóknum úr varavali raðað inn eftir kennitölum.

Ef ekki er hægt að verða við óskum foreldra um þann skóla sem þeir setja í aðalval, er þeim umsóknum raðað inn í skólann sem þeir settu í varaval. Unnið er með þessar umsóknir eftir að innritun úr aðalvali er lokið. Þetta þýðir að umsókn úr varavali fer ekki fram fyrir umsókn í aðalvali hvers skóla fyrir sig.

Ef foreldrar sækja eingöngu um einn skóla og fá ekki tilboð um innritun barna sinna í hann er þeim boðið leikskólapláss annarsstaðar.

Af árgangi 2018 er gert ráð fyrir að innrita börn fædd í janúar, febrúar, mars og apríl. Vegna aldursamsetningar í leikskólum má gera ráð fyrir að ekki verði hægt að innrita þessi allra yngstu börn í alla leikskóla bæjarins.

Dagsetningar aðlögunar liggja fyrir í byrjun marsmánaðar.