Trölladeild

Velkomin
Á Trölladeild eru 23 börn á aldrinum 18 mánaða til 3 ára
• 5 börn fædd 2016, 1 stelpa og 4 strákar
• 13 börn fædd 2015, 8 stelpur og 5 strákar
• 5 börn fædd 2014, 2 stelpur og 3 strákar

6 starfsmenn eru á Trölladeild

Unnið er með börnunum í fjórum hópum. Á deildinni miðast dagskipulagið við 18 mánaða til 3 ára börn. Börn öðlast fjölþætta reynslu þegar þau  eru saman í leik. Í samskiptum barna skapast tengsl þeirra á milli. Þau fá tækifæri til að láta til sín taka, eiga frumkvæði og gleðjast saman. Þau herma hvert eftir öðru og hjálpast að. Þannig læra börn að taka tillit til annarra, öðlast smám saman skilning á öðrum einstaklingum, læra samvinnu, skiptast á og læra að vinna saman í hóp.

Á facebook síðu Trölladeildar  setjum við inn myndir og segjum fréttir frá starfinu.
Ef þið þurfið að hafa samband við okkur er síminn 595-8034 eða GSM 8648064