Kot

  •                                          Hugmyndafræði leikskólans er:
    Að barnið öðlist þekkingu og færni í gegnum persónulega reynslu, eigin virkni og áhugahvöt.
  • Lögð er áhersla á að þjálfa félagsfærni og gefa jákvæðri hegðun gaum með markvissum hætti.
  • Til grundvallar eru kenningar ýmissa fræðimanna sem fjalla um mikilvægi fyrrgreindra þátta fyrir þroska barns og hugmyndafræði SMT – skólafærni.
  • Lögð er áhersla á öryggi, hlýju, heimilislegt umhverfi og að styrkja barn til sjálfshjálpar og sjálfstæðis svo það öðlist sterka sjálfsmynd og gott sjálfstraust.

Markmið Hulduheima Kots

Í leik og starfi leikskólans höfum við það að megin markmiði að efla:
*Sjálfshjálp svo barnið öðlist sterka sjálfsmynd og gott sjálfstraust
*Frumkvæði, því barnið lærir mest og best þegar það fæst við krefjandi verkefni sem jafnframt vekur áhuga þess.
*Aga svo barnið finni til öryggis og læri reglur sem fullorðnir setja.
*Tillitssemi, því börn líkt og fullorðnir, hafa þörf fyrir að vera viðurkennd sem einstaklingar með ólíkar þarfir, langanir og tilfinningar.

Við leggjum enn fremur áherslu á að:

*Að barninu líði vel í leikskólanum sínum, finni þar öryggi og hlýju.
*Að börn og starfsfólk rækti með sér tillitsemi, mannkærleik, virðingu og aga.
*Að barnið njóti sín í leik og starfi, eitt og sér og með öðrum.
*Að stuðla að sem bestum samskiptum milli heimilis og leikskóla.

Unnið er markvisst að þessu í gegnum alla skipulagða starfsemi leikskólans