Foreldrar

Í Hulduheimum eru starfandi foreldrafélög, bæði í Seli og Koti og verða foreldrar/ forráðamenn félagar um leið og barnið byrjar í skólanum. Foreldrar þurfa að láta vita ef þeir vilja ekki vera í félaginu. Markmið félagsins eru að stuðla að samskiptum foreldra og þátttöku þeirra í skólastarfinu og styðja við starf skólans með því m.a. að bjóða börnunum upp á ýmsar uppákomur s.s. danskennslu, leiksýningar ofl.

Félagið tekur einnig þátt í ýmsum uppákomum og ferðum sem skólinn skipuleggur. Foreldrafélagið hefur líka keypt námsgögn fyrir skólann, spil og bækur ofl.

Helstu viðburðir sem foreldrafélagið styrkir eru piparkökumálun fyrir jólin, jólasveinar og undirleikari á jólaballi, jólagjafir frá jólasveinum á jólaballi, Fjölskyldufjör, sveitarferð og vorhátíð.

Aðalfundur er haldinn árlega að hausti þar sem tekin eru fyrir málefni félagsins og gjarnan skipt út stjórnarmeðlimum. Í stjórnum félaganna sitja 4 félagsmenn.