Foreldrar

Í Hulduheimum eru starfandi foreldrafélög, bæði í Seli og Koti og verða foreldrar/ forráðamenn félagar um leið og barnið byrjar í skólanum. Foreldrar þurfa að láta vita ef þeir vilja ekki vera í félaginu. Markmið félagsins eru að stuðla að samskiptum foreldra og þátttöku þeirra í skólastarfinu og styðja við starf skólans með því m.a. að bjóða börnunum upp á ýmsar uppákomur s.s. danskennslu, leiksýningar ofl.

Foreldrafélagið hefur líka keypt námsgögn fyrir skólann, spil og bækur ofl.

Aðalfundur er haldinn árlega að hausti þar sem tekin eru fyrir málefni félagsins og gjarnan skipt út stjórnarmeðlimum. Í stjórnum félaganna sitja 4 félagsmenn.