Kóngulóarhópur í kakóferð

Kóngulóarhópur fór í gönguferð í kvennfélagsreitinn með kakó og kex. Við áttum saman notalega stund í góðu veðri. Á leiðinni skoðuðum við jólaljósin og fleira sem vakti athygli barnanna eins og til dæmis rafmagnskassar, umferðamerki og fleira.

Jólaverkstæði og leikur í Koti 3. des

Nú er hafinn jólamánuðurinn og hér í Koti er jólaverkstæðið hafið 🙂

 

Dansað í útiveru 28. nóv

Á miðvikudaginn í síðustu viku tókum við með okkur hátalarann í útiveru og dönsuðum 🙂

Nóvember hjá Ljónum og Skjaldbökum

Nóvembermánuður hjá Ljóna- og Skjaldbökuhóp (árgangi 2014) hefur verið afar skemmtilegur. Flest allir hópatímar fóru í vinnu að jólagjöf til foreldra. Sú vinna gekk vonum framar og eru börnin afskaplega spennt fyrir því að fá að færa ykkur pakkann. Í lok mánaðarins fékk árgangurinn það ábyrgðafulla verkefni að fara með peninga í bankann og borga reikninga fyrir hann Blaise okkar. Börnin voru öll mjög áreiðanleg í þeirri ferð og algjörlega til fyrirmyndar. Að greiðslu lokinni kíktum við á Jólaköttinn á Torginu og tókum snúning í kringum jólatréið. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr starfi mánaðarins hjá okkur.

Ellen og Jón Ágúst

1 2 3 4 60