Innritun barna fædd 2013

ðalinnritun barna í leikskóla fyrir skólaárið árið 2015 – 2016 hefst í byrjun marsmánaðar. Þá er foreldrum sent tölvubréf með upplýsingum um þann leikskóla sem barn þeirra hefur verið innritað í. Mikilvægt er að allar umsóknir ásamt beiðnum um flutning milli leikskóla hafi borist skóladeild fyrir 15. febrúar n.k. Sótt er um leikskóla og flutning á rafrænu formi hér

https://ak.esja.com/umsokn.php

https://ak.esja.com/flutningur.php

Mikilvægt er að foreldrar kynni sér leikskólana, strauma þeirra og stefnur í kennslu barna áður en umsókn er lögð fram. Hægt er að nálgast upplýsingar um alla leikskóla á Akureyri á slóðinnihttp://www.akureyri.is/skoladeild/moya/page/skolaval-leikskola

nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hvers leikskóla fyrir sig  http://www.akureyri.is/skoladeild/leikskolar/upplysingar-um-leikskola-a-akureyri

Ítrekað er mikilvægi þess að allar umsóknir ásamt beiðnum um flutning milli leikskóla hafi borist á rafrænu formi fyrir 15. febrúar n.k. Ef umsóknir berast eftir þann tíma er ekki hægt að tryggja að flutningur milli leikskóla geti átt sér stað fyrir næstkomandi skólaár ásamt því að margir leikskólar fyllast strax á fyrstu innritunardögunum.

1 56 57 58 59 60