Fuglavika

Nú er fuglaviku að ljúka í Koti. Við höfum verið að fara í göngutúra og skoða fuglana í hverfinu, skoða fuglabækur, lesa sögur og syngja lög um fugla og fleira skemmtilegt. Einnig notuðum við pening úr menningarsjóðnum okkar til að kaupa ís í blíðunni á þriðjudaginn. Myndir má sjá hér 🙂

IMG_2525 IMG_2567

Kveðjustund fyrir Leon og Tinnu

Í dag kvöddum við góða vini. Leon Páll og Tinna Líf hefja grunnskólagöngu sína í næstu viku og var því síðasti dagur þeirra í dag. Þau gáfu okkur ís í góða veðrinu og einnig flotta pakka! Takk kærlega fyrir samveruna öll þessi ár kæru vinir og gangi ykkur sem allra best 🙂 Myndir má sjá hér 

IMG_2469

Aðlögun

Hér í koti höfum við verið að taka á móti nýjum vinum en þann 3. ágúst byrjuðu hjá okkur þau Inda Hrönn, Kristín Kara og Sigurður Smári. 15. ágúst byrjuðu svo þeir Aðalgeir Ingi, Andri og Flóki. Við bjóðum þau öll og foreldra þeirra hjartanlega velkomin í Kotið 🙂 sjá myndir.

1 6 7 8 9 10 60